Sjálfboðaliðavinna á vegum SEEDS – menning og umhverfi



Sjálfboðaliðavinna á vegum SEEDS – menning og umhverfi

04.03.2009 | Berglind Viktorsdóttir

Þessa dagana er SEEDS að leita að verkefnum hjá sveitarfélögum, stofnunum og einstaklingum fyrir sjálfboðaliða sem koma til landsins á þeirra vegum í sumar. SEEDS (SEE beyonD borderS) eru íslensk samtök, óháð stjórnvöldum, rekin án hagnaðarsjónarmiða og með alþjóðlegt umfang. Aðalhlutverk SEEDS er að stuðla að menningarlegum skilningi í gegnum vinnu tengda umhverfismálum.

Samtökin voru stofnuð síðla árs 2005 og hafa farsællega starfrækt ýmis konar vinnubúðir með erlendum sjálfboðaliðum frá árinu 2006. Vinnubúðirnar eru ýmist unnar í samstarfi við sveitarfélög, stofnanir eða einstaklinga. Nú er verið að leita að fjölbreyttum verkefnum fyrir sumarið 2009.

Á síðastliðnu ári unnu sjálfboðaliðar SEEDS í um 30 verkefnum á víð og dreif um landið, sjálfboðaliðarnir voru 400 talsins, frá 42 löndum og unnu samtals í nær 60.000 klukkustundir.

Hvað felst í verkefnunum?

Hugmyndin er að í hverju verkefni starfi milli 8 og 25 einstaklingar, 5 daga í viku í 6-7 klst á dag. Þeir sem taka við sjálfboðaliðunum útvega þeim fæði, húsnæði og eitthvað að gera í frístundum (svo sem sund, bátaferðir, skoðunarferðir, skipulagðar gönguferðir eða hestaferðir). Einnig er nauðsynlegt að gestgjafi útvegi manneskju sem hefur yfirumsjón með vinnunni, sem veit hvað þarf að gera og sér um að útvega verkfæri og efni til vinnunnar.

Nánari upplýsingar:

Stærð hópa: 8 til 25 sjálfboðaliðar

Lengd verkefna: 2 til 3 vikur: vinna í 6-7 klst, 5 daga vikunnar.

Dæmi um verkefni: Þrífa strandir, gróðursetja tré, göngustígagerð, merking gönguleiða, aðstoð við undirbúning hátíða eða viðburða, uppbygging eða viðhald
gamalla bygginga eða minnisvarða.

Húsnæði: Grunnskólar, gistiheimili, samkomuhús, íþróttahús, heimagisting, sumarbústaðir. Sjálfboðaliðar þurfa að hafa aðgang að sturtum (annað hvort í
húsnæðinu eða skammt frá) og eldunaraðstöðu.

Fæði: Ýmist útvegað í gegnum gestgjafa eða fé greitt til SEEDS (1.200-1.500 kr. á dag á einstakling) sem sér þá um að útvega fæði.

Umsjónarmenn: SEEDS sendir tvo einstaklinga með hópnum og gestgjafi útvegar einn sem sér um útfærslu verksins, útvegar verkfæri og aðrar nauðsynjar.

Gestgjafi útvegar verkfæri og efni.

Gestgjafi eða aðilar í samfélaginu útvega sjálfboðaliðum eitthvað að gera í frístundum.

Gestgjafi sér um að koma sjálfboðaliðum til og frá vinnu á meðan á verkefninu stendur.

SEEDS sér um ferðir sjálfboðaliðanna frá þeirra heimalandi til Íslands.

SEEDS sér til þess að sjálfboðaliðar séu tryggðir.

Styrkir til SEEDS: Sumir gestgjafa veita SEEDS einnig fjárstyrk til rekstrar samtakanna, sú upphæð er venjulega um 15.000 krónur.

Þess ber þó að geta að fjárstyrkur af þessu tagi er valkvæður og ekki nauðsynlegur til þess að geta fengið sjálfboðaliða að vinna í verkefnum, það er því alfarið á höndum gestgjafa að taka ákvörðun.

Hér fyrir neðan er listi með nokkrum verkefnum sem unnin voru árið 2008 af sjálfboðaliðum frá SEEDS í samstarfi við hin ýmsu sveitarfélög eða stofnanir:

SEEDS 01 Bíldudalur & Langibotn í samstarfi við Vesturbyggð og Eagle Fjord Ferðaþjónusta

SEEDS 03 Garður í samstarfi við Sveitarfélagið Garður

SEEDS 08 Viðey: Saga, Náttúra & List í samstarfi við Reykjavíkurborg

SEEDS 13 Raufarhöfn í samstarfi við Norðurþing

SEEDS 19 Vatnajökull National Park – Skaftafell & Fjallabak - Landmannalaugar í samstarfi við Umhverfisstofnun

SEEDS 22 Hvammstangi & Reykjaskóli – Youth Arts Festival í samstarfi við Húnaþing vestra.

SEEDS 25 Reykjavík, Umhverfisdagar og Menningarnótt í samstarfi við Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar og Höfuðborgarstofa.

Ef þið hafið áhuga á að fá sjálfboðaliða til samstarfs við ykkur nú í sumar væri gott að komast að samkomulagi um hvers konar verkefni um er að ræða og dagsetningar sem fyrst. Í byrjun mars verða verkefnin kynnt fyrir erlendum samstarfssamtökum sem aðstoða okkur við að finna sjálfboðaliða.

 

Nánari upplýsingar gefa Oscar og Hildur á skrifstofu SEEDS.

SEEDS, SEE beyonD borderS - Iceland
Klapparstígur 16
101 Reykjavík
Seeds@SeedsIceland.org
Volunteer@SeedsIceland.org
www.SeedsIceland.orgSímanúmer: 845-6178 (Oscar) og 843-4361 (Hildur

í nágrenni