Nú styttist í aðalfundina!



Nú styttist í aðalfundina!

17.03.2009 | Berglind Viktorsdóttir
Nú styttist í aðalfundi Ferðaþjónustu bænda hf. og Félags ferðaþjónustubænda en þeir verða haldnir miðvikudaginn 25. mars næstkomandi á Hótel Grand Reykjavík, Sigtúni 38.  Einnig verður spennandi dagskrá í boði fyrir hádegið fimmtudaginn 26.mars.

Stefnumótunarvinna Ferðaþjónustu bænda
Auk hefðbundinna aðalfundastarfa verða kynntar niðurstöður könnunar á meðal félagsmanna og í framhaldi af því mun stjórn Félags ferðaþjónustubænda kynna áherslur í stefnumótunarvinnu Ferðaþjónustu bænda. Einnig verður farið yfir helstu verkefni á sviði gæðamála.

Nýr vefur og bókunarvélar formlega opnaðar
Um fimmleytið verður hátíðlega athöfn en þá verður opnaður formlega nýr vefur Ferðaþjónustu bænda og bókunarvélar.    

Hátíðarkvöldverður - kvöldskemmtun
Deginum lýkur með hátíðarkvöldverði og kvöldskemmtun á Grand Hótel Reykjavík og hefst fordrykkur kl. 19 en hann verður í boði FASTUS.  Gísli Einarsson verður veislustjóri og Egill Ólafsson mun syngja nokkur lög.

Tölvumálin í brennidepli fimmtudaginn 26 mars
Við tökum daginn snemma því kl. 9 verða fluttir fyrirlestrar um notkun vefsins í markaðssetningu og sölu á ferðaþjónustu, ný tækni kynnt í tengslum við uppbyggingu háhraðanets í dreifbýli og Marteinn mun kynna nýja vefi Ferðaþjónustu bænda.

Kynningar/workshop
Frá hálfellefu fram að hádegi mun félögum gefast kostur á að kynna sér betur þau mál sem voru á dagskrá fyrr um morguninn og málefnum þeim tengdum.  Auk þess verður hægt að kynna sér verkefni á sviði gæðamála betur t.d. fá nánari upplýsingar um Better Business verkefnið, morgunverðarstaðlana og umhverfisvænan rekstur. 

Sjá nánari upplýsingar um dagskránna hér.

í nágrenni