Splunkunýr bæklingur Ferðaþjónustu bænda er kominn út!



Splunkunýr bæklingur Ferðaþjónustu bænda er kominn út!

07.05.2009 | Marteinn

Splunkunýr bæklingur fór í dreifingu föstudaginn 8. maí 2009 á sýningunni Ferðalög og frístundir sem að haldin var í Laugardalshöllinni, en bæklingurinn var að þessu sinni gefinn út af Ferðaþjónustu bænda, Beint frá býli og Opinn landbúnaður.

Er þetta í fyrsta skipti sem að þessir aðilar gefa bæklinginn “Upp í sveit” út saman.

Á næstunni mun bæklingurinn "Upp í sveit" fara í dreifingu um allt land og verður þá hægt að nálgast hann á flestum bensínstöðvum og öllum upplýsingamiðstöðvum. Einnig er að sjálfsögðu hægt að nálgast bæklinginn hjá Ferðaþjónustu bænda í Síðumúla 2 (sama hús og Sjónvarpsmiðstöðin) og hjá Bændasamtökunum sem eru með aðsetur í Bændahöllinni.

Það er einnig upplagt að skoða heimasíðurnar okkar, sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan.

Ferðaþjónusta bænda
140 bæir um allt land bjóða upp á gistingu, máltíðir og afþreyingu.
Fjölbreytt gisting: Heimagisting, gistihús, sveitahótel, sumarhús og tjaldstæði.
Verið velkomin!
www.sveit.is

Beint frá býli
Bændur selja búvörur beint frá býli.
Fjölbreytt framboð af íslenskum mat við allra hæfi.
Verði þér að góðu!
www.beintfrabyli.is       

Opinn landbúnaður
Komdu í heimsókn til bænda og kynntu þér nútímabúskap og þá fjölbreyttu starfsemi sem er í íslenskum sveitum.
Fyrir börn og fullorðna á öllum aldri!
www.bondi.is   

 

í nágrenni