Sólstöðugleði við Þistilfjörð



Sólstöðugleði við Þistilfjörð

18.06.2009 | Hugrún Hannesdóttir

Rauðanesdagurinn - Laugardaginn 20. júní
Morgunganga með leiðsögn  á Rauðanes í Þistilfirði.
Lagt af stað frá byrjunareit merktrar gönguleiðar á Rauðanesi kl 8.00.
Léttur hádegisverður, súpa og salat hjá ferðaþjónustu bænda á Ytra-Álandi milli 11:00 og 13:00. 
Skráning fyrir 19. júní í s. 468-1290.

Kvöldsigling frá Þórshöfn kl. 20:00 með Arctic Travel að Rauðanesi. Siglt út Þistilfjörð vestur á Viðarvík að Rauðanesi og aftur til Þórshafnar, búið að panta fallegt sólarlag!
Miðnætursólin óvíða fegurri!
Harmonikkuleikur, leiðsögn og  léttar veitingar um borð!

Skráning fyrir 19. júní í siglinguna hjá  Arctic Travel í s. 893-8386 / 465-1323  einar@arctictravel.is
Verð í siglinguna kr. 4.000 fyrir fullorðna, kr. 2.000 fyrir 12-16 ára, frítt fyrir yngri

Sunnudagur 21.júní
Kl.13.00  Rauðanesganga.  Mæting kl.13:00 við byrjunarreit merktrar gönguleiðar

Kl.15:00 -17:00 Sveitakaffi og stofutónleikar á Ytra-Álandi    „í boði hússins”
Veitingar sem auglýstar eru  á sólstöðuhátíðinni eru fríar.
Verið hjartanlega velkomin!

Ferðaþjónusta bænda Ytra-Álandi  og  www.arctictravel.is

í nágrenni