Húsdýragarður í Hólmi á Mýrum



Húsdýragarður í Hólmi á Mýrum

04.08.2009 | Berglind Viktorsdóttir


Þann 25. júlí síðastliðinn var opnaður  húsdýragarður í Hornafirði, nánar tiltekið á ferðaþjónustubænum Hólmi á Mýrum.  Það eru þau Guðrún og Magnús sem hafa komið upp þessum húsdýragarði og þar er að finna margar dýrategundir sem bæði börn og fullorðnir hafa eflaust gaman af að skoða.  Má þar nefna heimalinga, kálfa, hesta, geitur, svín, kanínur, naggrísi, íslensku landnámshænurnar, fashana, skrautdúfur, lynghænur, aligæsir o.fl. 

Húsdýragarðurinn er opinn alla daga frá kl. 10-17. 

Ef leiðin liggur um Hornafjörð í sumar, þá er tilvalið fyrir alla fjölskylduna að koma við í Hólmi.  Nánari upplýsingar hér fyrir neðan: 

Guðrún og Magnús
Ferðaþjónustan í Hólmi 781 Hornafirði
Símar: 478-2063, 478-1037 og 861-5959
vefsíða: http://www.eldhorn.is/mg/gisting
email: holmur@eldhorn.is


Hér fyrir neðan er að finna sýnishorn af þeim dýrum sem eiga heima í Hólmi.










 

í nágrenni