Beint frá býli - nýr vefur!
05.10.2009
| Berglind Viktorsdóttir
Fyrir nokkrum dögum var opnaður nýr vefur félags heimavinnsluaðila,
Beint frá býli. Þessi nýi vefur er sniðinn að þörfum neytenda þar sem hægt er að leita eftir býlum, landsvæði og vörum í boði.
Beint frá býli, félag heimavinnsluaðila, er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi. Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Félagið hvetur einnig til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð.