Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda 20. nóvember



Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda 20. nóvember

11.11.2009 | Berglind Viktorsdóttir

Nú styttist í Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda sem haldin verður föstudaginn 20. nóvember á Hótel Hafnarfirði undir yfirskriftinni Hvernig þjónum við þér best?  Þann 19. nóvember verður félögum boðið á námskeiðið Þjónað til borðs í samstarfi við Sæmund fróða auk þess sem félagar eru velkomnir í heimsókn á skrifstofuna okkar í Síðumúlann.  


Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda 2009: 

HVERNIG ÞJÓNUM VIÐ ÞÉR BEST?

Föstudaginn 20. nóvember 2009 á Hótel Hafnarfirði

Dagskrá:

09.00  Molakaffi

09.15  Setning Uppskeruhátíðarinnar 2009

09.30  Bókunarkerfið og veflausnir. Sævar Skaptason og Marteinn Njálsson kynna nýjar veflausnir, bókunarvélag, gistibók og vefaðgang.

11.00  Gerum gott betra!  Berglind Viktorsdóttir tekur saman niðurstöðu gæðaúttekta og hulduheimsókna.  Einnig farið yfir mikilvægi fræðslumála og félagi segir frá reynslu sinni af þjónustunámskeiðinu sem haldið var í upphafi sumars í fjarkennslu.

11.45  Ferðaþjónusta bænda og Útflutningsráð.  Samstarfssamningur kynntur og undirritaður.

12.00  Hádegisverður í boði Ferðaþjónustu bænda – Bændaferða hf.

13.00  Mannauður í ferðaþjónustu.  Markviss starfsmannastjórnun.  Árný Elíasdóttir, ráðgjafi hjá Attentus - mannauður og ráðgjöf.

14.00  Verðlagning og samráð um verð og þjónustu.  Erindi um hvaða reglur gilda um verðlagningu á ferðaþjónustu og samkvæmt lögum um neytendavernd og samkeppnismál. Heimir Örn Herbertsson, lögfræðingur hjá LEX.

15.00-16.15  HEIMSKAFFI ferðaþjónustubænda!  (Allir félagar virkir í að ræða og svara spurningunni:  Hvernig getum við þjónað þér best?)

16.15-17.00  Almennar umræður

Fundarstjóri fyrir hádegið:  Þorleifur Þór Jónsson, Útflutningsráði
Fundarstjóri eftir hádegið:  Erna Bjarnadóttir, Bændasamtökum Íslands

Vettvangsferð í Hótel- og matvælaskólann, kl. 18   (Menntaskólanum í Kópavogi)

Jólahlaðborð og dansleikur á Fjörukránni kl. 20  (www.fjorukrain.is/jolahladbord

 __________

Fjölbreytt dagskrá 19. nóvember:

NÁMSKEIÐ OG OPIÐ HÚS!

Í boði Ferðaþjónustu bænda hf og Félags ferðaþjónustubænda verða eftirfarandi námskeið í boði fimmtudaginn 19. nóvember:

Velkomin í Ferðaþjónustu bænda kl. 14-16:
Almenn kynning á starfsemi Ferðaþjónustu bænda og samskipti við skrifstofuna (kynningarmál, bókunarleyfi, reikningagerð, gæðamál o.fl.).  Sérstaklega hugsað fyrir nýja félagsmenn, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir. 
Staðsetning:  Skrifstofa Ferðaþjónustu bænda, Síðumúli 2

Opið hús á skrifstofunni frá kl. 16-18:
Þeir sem vilja kynna sér betur vefaðgang bænda, bókunarlausnir, fá aðstoð við að koma kynningarmöppunni í gagnið eða bara fá sér kaffisopa eru velkomnir í spjall.
Staðsetning:  Skrifstofa Ferðaþjónustu bænda, Síðumúli 2 

Þjónað til borðs frá kl. 9-13:
Á námskeiðinu er miðað að því að efla þekkingu, leikni og hæfni starfsfólks til þess að takast á við þjónustustörf í veitingasal.  

Þátttakendur afla sér þekkingar á mikilvægi persónulegs hreinlætis og snyrtimennsku við þjónustustörf í veitingasal. Auka skilning sinn á mikilvægi þess að gott samband sé á milli framreiðslunnar og eldhúss.

Þátttakendur auka leikni sína í framreiðslu og faglegri framkomu við borð gestsins. Þjálfast í sölu og söluferli í veitingasal, flokka og taka á móti pöntunum, útskýra matseðil o.s.frv. Þjálfast í að uppfylla hreinlætis og öryggiskröfur við framreiðslu og meðhöndlun algengustu áhalda og tækja við framreiðslu. Þátttakendur auka hæfni sína í sjálfstæðum vinnubrögðum við framreiðslu á mat og drykk. Hafa aukinn skilning á mikilvægi hópvinnu og samstöðu á vinnustað.

Kennari: 
Bárður Guðlaugsson, framreiðslumeistari.

Staðsetning:
  Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi.

Tími:
19. nóvember kl. 9:00-13:00

____________


Sjá dagskrár einnig hér:

Dagskrá 19. og 20. nóvember.

Lýsing á námskeiðinu Þjónað til borðs.

í nágrenni