Samstarf við Útflutningsráð Íslands
24.11.2009
| Berglind Viktorsdóttir
Á Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda þann 20. nóvember síðastliðinn var undirritaður samstarfssamningur við Útflutningsráð Íslands, sem felur í sér samvinnu um handleiðslu- og þróunarverkefni og nýtist félögum innan vébanda Ferðaþjónustu bænda.
Samstarfsverkefnið miðar að því að finna, greina og þróa nýja möguleika í þjónustu við ferðamenn, huga að mögulegum viðbótum við þá þjónustu sem þegar er til staðar og stuðla að samvinnu milli aðila innan svæðis um nýja eða bætta þjónustu. Verkefni verða unnin í hverjum landshluta fyrir sig. Reiknað er með að þau verði alls sex talsins og áætlað er að haldin verði tvö til þrjú á ári. Verkefnunum verður stýrt af Útflutningsráði í náinni samvinnu við Ferðaþjónustu bænda.
Nánar verður gerð grein fyrir Uppskeruhátíðinni á næstu dögum.
Frá vinsti; Sævar Skaptason, Ferðaþjónustu bænda – Bændaferðir, Hermann Ottósson, Útflutningsráði og Marteinn Njálsson, Félagi ferðaþjónustubænda.