Málþing um landbúnaðartengda ferðaþjónustu



Málþing um landbúnaðartengda ferðaþjónustu

14.03.2010 | Berglind Viktorsdóttir

   

Þriðjudaginn 16. mars verður haldið málþing á Hólum í Hjaltadal um landbúnaðartengda ferðaþjónustu undir yfirskriftinni Landbúnaður laðar og lokkar.

 

Það er Hólaskóli - Háskólinn á Hólum og Vaxtarsamningur Norðurlands vestra sem standa fyrir þessu málþingi og er dagskráin sem hér segir:

   

13.00    Hlín C. Mainka Jóhannesdóttir fjallar um landbúnaðartengda ferðaþjónustu.

13.30    Berglind Viktorsdóttir frá Ferðaþjónustu bænda:  Horft til framtíðar með tengingu við fortíðina! 

14.00    Stutt kaffihlé

14.15    Berglind Hilmarsdóttir kynnir Opinn landbúnað, verkefni á vegum Bændasamtaka Íslands

14.45    Hlédís Sveinsdóttir frumkvöðull fjallar um tækifæri í íslenskum landbúnaði

15.15    Kaffihlé

15.30    Vinnusmiðjur.  3-4 hópar safna saman hugmyndum um nýsköpun í landbúnaðartengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra og vinna svo að áætlun hvernig hrinda mætti þessum hugmyndum í framkvæmd.

16.30    Kaffi og kynning á hugmyndum og áætlunum.

   

Sjá nánari upplýsingar.

í nágrenni