SJÓÐUR - enn betri þjónusta við ferðamenn



SJÓÐUR - enn betri þjónusta við ferðamenn

23.03.2010 | Berglind Viktorsdóttir

 Þriðjudaginn 20. apríl kl. 9-13 verður haldinn kynningarfundur í Fossatúni í Borgarfirði á verkefni sem leitast við að nýta nánasta umhverfi sem auðlind og  uppsprettu tækifæra í ferðaþjónustu.

Sjóður er handleiðslu og þróunarverkefni  Útflutningsráðs Íslands og Ferðaþjónustu bænda sem býður þér upp á tækifæri til að fá persónulega ráðgjöf um:

• hvernig hægt sé að nýta enn betur þá þjónustu sem þegar er til staðar og
• greina og þróa nýja möguleika í þjónustu við ferðamenn.

Verkefnið verður unnið  í samvinnu við ráðgjafa sem  hafa sérstaka þekkingu á ferðaþjónustu í dreifbýli og möguleikum til markaðsþróunar.  Það er unnið á staðnum, þ.e. fundir og handleiðsla verður unnin heima í héraði. 

Sjóður er eingöngu ætlað félögum í Ferðaþjónustu bænda og að þessu sinni eru það félagar á Vesturlandi sem gefst kostur á að taka þátt í verkefninu.  

Dagskrá fundarins:

9.00- 10.00 Kynning á verkefninu
10.00-10.15 Kaffihlé
10.15-11.15 Hvað þarf að hafa íhuga þegar farið er í svona verkefni
11.15-11.45 Reynslusaga
11.45-12.00 Fyrirspurnir – Umræður
12.00-13.00 Hádegisverður í boði Útflutningsráðs og Ferðaþjónustu bænda

Skráning á fundinn er á netfangið  bjorn@utflutningsrad.is
Nánari upplýsingar gefa  Björn Reynisson og Hermann Ottósson hjá Útflutningsráði Íslands  sími 511-4000 og Berglind Viktorsdóttir hjá Ferðaþjónustu bænda sími 570-2710

í nágrenni