Landbúnaðarverðlaun 2011



Landbúnaðarverðlaun 2011

08.03.2011 | Hildur Fjóla Svansdóttir

Félag ferðaþjónustubænda og félagsskapurinn Beint frá Býli fengu um helgina Landbúnaðarverðlaun 2011 fyrir frumkvöðlastarf og góðan árangur.  Veitti Sigurlaug Gissurardóttir formaður verðlaununum viðtöku fyrir hönd félagsins. Verðlaunin voru afhent á setningu Búnaðarþings og afhenti Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verðlaunin.

Félag ferðaþjónustubænda er félag um 160 ferðaþjónustuaðila í sveitum landsins og vinnur félagið að ýmsum hagsmunamálum félagsmanna sinna og frumkvöðlastarfi. Hægt er að lesa nánar um sögu Ferðaþjónustu bænda hér.
 

Landbúnaðarverðlaunin afhent. Á myndinn eru f.v.: Jón Bjarnason, Sigurlaug Gissurardóttir, formaður FB, Marteinn Njálsson, Sævar Skaptason, Jóhanna B. Þorvaldsdóttir og Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður BFB. Ljósmynd: Hörður Kristjánsson
Landbúnaðarverðlaunin afhent. Á myndinn eru f.v.: Jón Bjarnason, Sigurlaug Gissurardóttir, formaður FB, Marteinn Njálsson, Sævar Skaptason, Jóhanna B. Þorvaldsdóttir og Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður BFB. Ljósmynd: Hörður Kristjánsson

 

 

í nágrenni