Erilsamur dagur vegna jökulhlaupsins í Múlakvísl
09.07.2011
| Berglind Viktorsdóttir
Það hefur verið sérstaklega erilsamt hjá ferðaþjónustuaðilum í dag vegna jökulhlaupsins í ánni Múlakvísl á Mýrdalssandi í nótt þar sem hringvegur nr. 1 rofnaði og Mýrdalsjökull er lokaður.
Við á skrifstofu Ferðaþjónustu bænda og ferðaþjónustubændur höfum verið að greiða úr málum og aðstoða við breytingar á bókunum erlendra ferðamönnum. Við leggjumst öll á eitt að gera okkar besta til að tryggja öryggi ferðamanna og styðja við bakið á þeim félögum sem þetta hefur hvað mest áhrif á. Markmiðið er að lágmarka allar breytingar eftir því sem hægt er og þannig lágmarka tjónið.
Þeir ferðamenn sem eru á jeppum hafa geta farið um Fjallabaksleið nyrðri en þeir sem hafa verið á minni bílum hafa þurft að fara hringinn eða taka flug á milli Reykjavíkur og Hafnar eða Egilsstaða.
Það er mjög brýnt að hringvegurinn verði opnaður sem fyrst því hér eru miklir hagsmunir í húfi. Við vitum að það eru margir tilbúnir að leggja sitt af mörkum til þess að svo verði og vonandi ber það árangur.