Tveir ferðaþjónustubændur með Svansvottun



Tveir ferðaþjónustubændur með Svansvottun

21.07.2011 | Hildur Fjóla Svansdóttir
Hótel Eldhestar fengu afhent nýlega vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum.
Hótel Eldhestar er frumkvöðull í umhverfismálum, en hótelið fékk fyrst vottun Svansins árið 2002. Strangar kröfur tryggja að hótelið er enn í fremstu röð varðandi lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa frá starfseminni.  
 
Hótel Eldhestar er sveitahótel í nágrenni Hveragerðis sem er tileinkað umhverfinu og sögu íslenska hestsins, en þar er einnig í boði margs konar afþreying eins og hestaferðir.
 
Nú bera tveir aðilar innan Ferðaþjónustu bænda merki Svansins en Hótel Rauðaskriða fékk einnig afhent Svansvottun síðastliðinn mars, hægt er að lesa frétt um það hér. Þessar merkingar er hægt að sjá á síðum bæjanna innan vefsíðunnar sveit.is.
 
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem byggist á óháðri vottun og skilyrðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Tilgangur Svansins er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins svo að komandi kynslóðir hafi jafna möguleika og við til að mæta þörfum sínum. Lesa nánar um umhverfismerkið hér.
 
Hótel Eldhestar og Hótel Rauðaskriða fylgja ströngum kröfum Svansins
Kröfurnar fela meðal annars í sér að :
• Hótelið nær lágmarksviðmiðum er varðar orkunotkun, vatnsnotkun, efnanotkun og úrgangsmeðhöndlun.
• Lögð er áhersla á að velja sem mest af umhverfismerktum vörum og þjónustu í innkaupum hótelsins.
• Flokkun úrgangs sé góð og tryggt að allur hættulegur úrgangur fái rétta meðhöndlun.
• Starfsmenn fái reglulega þjálfun og fræðslu.
• Umhverfisstarfi hótelsins er stýrt á skilvirkan hátt
 
 
Skrifstofa Ferðaþjónustu bænda með Earthcheck vottun 
Skrifstofa Ferðaþjónustu bænda hefur unnið samkvæmt viðmiðum Earthcheck og vinnur þannig á markvissan hátt að umhverfismálum og vinnur stöðugt að því að vera í fararbroddi í sjálfbærri ferðaþjónustu hér á landi.  EarthCheck er alþjóðleg umhverfisvottunarsamtök sem stuðla að sjálfbærari ferðaþjónustu á meðal neytenda, fyrirtækja og samfélaga byggða á Dagskrá 21 og hugmyndafræði um sjálfbæra þróun
Lesa nánar um sjálfbærnisstefnu skrifstofunnar og Earthcheck.
 
 

í nágrenni