Óskalistinn þinn - Ný virkni á vefsíðunni!



Óskalistinn þinn - Ný virkni á vefsíðunni!

02.08.2011 | Hildur Fjóla Svansdóttir
Óskalistinn auðveldar þér skipulagningu á gistingu á leið þinni um landið.  Nú getur þú skipulagt ferðina þína á vefsíðunni með því að búa þér til ferðaáætlun áður en þú pantar gistinguna, með því að merkja þína uppáhalds bæi á sérstakan Óskalista.
 
Á síðum bæjanna er nú að finna hnapp sem segir  „Bæta á Óskalista“ sem hægt er að smella á og færist þá viðkomandi bær á Óskalistann þinn. Þú getur svo raðað upp þeim bæjum sem verða á leið þinni um landið. Frá Óskalistanum er svo hægt er að lesa nánar um bæinn, hægt er að bæta við fleiri bæjum , ásamt því að eyða  bæjum úr listanum. 
 
Frá ferðaáætlun í bókun á gistingu
Þegar þú ert búin að merkja þér þína uppáhalds bæi og ert komin með góða ferðaáætlun þá getur þú klárað þína ferðaáætlun  með því að halda áfram í bókun á gistingu. Frá Óskalistanum getur þú smellt á hnappinn „Bóka“ og sent fyrirspurn á bæina varðandi bókun og verð.
 
Við vonum að Óskalistinn geti hjálpað við ferðaáætlun þína!
 
  

í nágrenni