Góð stemning í Eyjafirðinum!



Góð stemning í Eyjafirðinum!

04.04.2011 | Hildur Fjóla Svansdóttir

Akureyri að vetriÞað var góður og fjölmennur hópur félaga sem hittist í Eyjafirðinum dagana 22. og 23. mars, en tilefnið voru aðalfundir Ferðaþjónustu bænda hf. og Félags ferðaþjónustubænda. Dagskráin hófst að morgni þriðjudagsins 22. mars með hefðbundnum aðalfundarstörfum hlutafélagsins.  Yfirskrift dagskárinnar eftir hádegið var yfirskriftin „Gæði – í takt við nýja tíma“ þar sem m.a. VAKINN nýtt gæða- og umhverfisflokkunarkerfi Ferðamálastofu var kynnt til sögunnar og nýtt aðgengismerkjakerfi sem er verið að innleiða á Íslandi. 
 
Þá var horft til Lapplands sem fyrirmynd í vöruþróun á vetrarferðamennsku auk þess sem gert var grein fyrir vöruþróunarverkefninu Sjóður sem er samstarfsverkefni Ferðaþjónustu bænda og Íslandsstofu. 
Seinni daginn voru lögð til samþykktar gögn sem lúta að aðildarreglum og framtíðarstefnu Félags ferðaþjónustubænda auk þess sem formenn Félags ferðaþjónustubænda, Sigurlaug og Ferðaþjónustu bænda hf. – Bændaferða, Jóhannes skrifuðu undir samstarfssamning. 

Í frh. af fundinum fyrri daginn var haldið í heimsókn á þrjá ferðaþjónustubæi í nágrenninu, Hotel NaturÖngulsstaði og Skjaldarvík og var sú ferð mjög skemmtileg og kviknuðu þar margar nýjar hugmyndir, en svo endaði kvöldið á sameiginlegu borðhaldi og kvöldskemmtun.
 
Að dagskrá lokinni héldu sumir félagar á þjónustunámskeiðið „Leiðin að hjarta gestsins“  sem haldið var í samvinnu við SAF og Símenntunarstöð Eyjafjarðar.  Aðrir héldu heim á leið eða ákváðu að njóta lífsins í hjarta norðursins aðeins lengur!
 
Innskráning þjónustuvef bænda
 

í nágrenni